Fréttir
  • Námskeið um efnisrannsóknir

Námskeið um efnisrannsóknir og efniskröfur í vegagerð

28.10.2010

Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda þriðja námskeiðið um efnisrannsóknir og efniskröfur í vegagerð en fullt er á námskeiðin sem verða haldin 11. nóvember og 19. nóvember. Auka námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 2. desember frá kl. 09:00 - 16:30.

Vegagerðin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands boða til námskeiðs um efnisrannsóknir og efniskröfur í vegagerð. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að hönnun, framleiðslu, framkvæmd og eftirliti í vega- og gatnagerð.

Leiðbeinendur verða sérfræðingar Vegagerðarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á þessu sviði:

  • Gunnar Bjarnason, forstöðumaður jarðfræðideildar Vegagerðarinnar
  • Hafdís Eygló Jónsdóttir, verkefnastjóri á jarðfræðideild Vegagerðarinnar
  • Ingvi Árnason, deildarstjóri viðhalds og þjónustu á Norðvestursvæði Vegargerðarinnar
  • Pétur Pétursson, forstöðumaður steinefna- og vegtæknideildar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Dagskrá námskeiðs:

  • Kl. 09:00 - 09:10   Þátttakendur boðnir velkomnir
  • Kl. 09:10 - 10:00   Fylling og styrktarlag: Gunnar Bjarnason
  • Kl. 10:00 - 10:10   Kaffihlé
  • Kl. 10:10 - 11:00   Burðarlag: Gunnar Bjarnason
  • Kl. 11:00 - 12:00   Sýnataka og prófunaraðferðir - eiginleikar steinefna: Pétur Pétursson
  • Kl. 12:00 - 13:00   Matarhlé
  • Kl. 13:00 - 14:10   Malbik og klæðing: Pétur Pétursson
  • Kl. 14:10 - 14:40   Malarslitlag: Gunnar Bjarnason
  • Kl. 14:40 - 15:00   Kaffihlé
  • Kl. 15:00 - 15:10   Gagnakerfi Vegagerðarinnar - námukerfi, rannsóknarkerfi, jarðtæknikerfi: Gunnar Bjarnason
  • Kl. 15:10 - 16:10   Vinnsla steinefna til vegagerðar: Hafdís Eygló Jónsdóttir og Ingvi Árnason
  • Kl. 16:10 - 16:30   Umræður

Námskeiðið er haldið í "Mótorskálanum" í húsakynnum Vegagerðarinnar í Borgartúni 7.

Námskeiðsgjald er kr. 20.000 sem greiðast að námskeiði loknu. Kaffi og meðlæti innifalið en þátttakendur fá klukkustundar hlé í kringum hádegið til hádegisverðar.

Skráning á námskeiðið þann 2. desember fer fram hér

Kennslugögn verða birt á heimasíðum Vegagerðarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að námskeiði loknu. Sérstakar viðurkenningar verða afhentar þeim sem sækja námskeiðið. Athugið að takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að á hvort námskeið.

Frekari upplýsingar veitir Pétur Pétursson, forstöðumaður steinefna- og vegtæknideildar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands s: 522-9382 / petur.p@nmi.is og Gunnar Bjarnason, forstöðumaður jarðfræðideildar Vegagerðarinnar s: 522-1000 / gunnar.bjarnason@vegagerdin.is