Fréttir
  • Suðurlandsvegur

Óánægja flutningsaðila með vegakerfið minnkar

samkvæmt könnun Lausna meðal þeirra og verktaka

29.9.2010

Þriðjungur flutningsaðila er ánægður eða mjög ánægður með vegakerfið sem er svipað og í fyrri könnunum sem Lausnir ehf. hafa unnið fyrir Vegagerðina. Þeim fækkar hinsvegar verulega sem eru óánægðir með vegakerfið en hlutlausum fjölgar að sama skapi.

Um þrír af hverjum í hópi verktaka eru ánægðir eða mjög ánægðir með viðskipti sín við starfsmenn Vegagerðarinnar, sem er svipað og í fyrri könnun. Verktakar eru líka ánægðir með útboðsgögn en telja Vegagerðina núna ekki standa sig jafnvel og aðrir verkkaupar. 

Sjá viðhorfskönnunina í heild.

 

Nokkur dæmi:

 

Flutningsaðilar: 

 

Hér fjölgar í hópi þeirra sem eru hlutlausir en fækkar mjög í hópi þeirra flutningsaðila sem eru óánægðir með vegakerfið:

Graf

 

Það fækkar einnig í hópi þeirra flutningsaðila sem eru óánægðir með merkingar á vegum og fjölgar í hópi ánægðra: 

Graf

 

Miklu færri segja nú að reynsla þeirra af kvörtunun sé slæm, helmingi fleiri eru ánægðir en flestir hlutlausir:

Graf

 

Verktakar:

 

Þeim fækkar heldur sem hafa slæma reynslu af samskiptum við starfsmenn Vegagerðarinnar í hópi verktaka:

Graf

 

Þeim fækkar verulega sem telja að frammstaða Vegagerðarinnar miðað við aðra verkkaupa sé þeim fremri og fjölgar í hópi þeirra sem telja hana jafngóða og/eða verri, sem gæti að einhverju leiti skýrst af færri útboðum:

Graf

 

Verktakar hafa betri reynslu af viðbrögðum við kvörtunum, sérstaklega fækkar í hópi þeirra sem hafa slæma eða mjög slæma reynslu af viðbrögðunum, mest fjölgar hjá þeim ser eru hlutlausir. 60% höfðu slæma reynslu í fyrra en eru ekki nema 12% núna í ár:

Graf