Fréttir
  • Helgarumferðin

Lítið eitt meiri umferð um nýliðna helgi

minni umferð síðsumars um helgar líkt og vant er

24.8.2010

Umferðin jókst lítið eitt á milli tveggja síðustu helga eða um 0,8 prósent. Líklegt verður að telja að aukningin hafi komið til vegna menningarnætur í Reykjavík, samanber síðustu umferðarfrétt Vegagerðarinnar.

Umferðin eykst einnig á milli ára um sömu helgi eða um 4,3%. Þessi aukning kemur til vegna mikillar aukningar á mælipunkti á Suðurlandsvegi, sem varð samkvæmt meðfylgjandi töflu, 14,1%, því samdráttur varð í umferð á öllum mælipunktum á Vesturlandsvegi eða sem nam 6,8%.

Ljóst er að sumarumferðin fer hratt minnkandi og ekki að vænta mikillar umferðaaukningar um næstu helgi. Þó skal sá varnagli sleginn ef það verður gott veður. Sú helgi verður síðasta helgin sem Vegagerðin mun birta sambærilegar fréttir af umferðinni.

Það sem af er sumri er meðalhelgarumferðin árið 2010 um 2% undir sambærilegri umferð árið 2009 og nánast sú sama og árið 2008 eða um 0,4% yfir, en endanlegt uppgjör verður birt í næstu viku.