Fréttir
  • Frá undirskriftinni

Skrifað undir um áfanga við breikkun Suðurlandsvegar

Ingileifur Jónsson ehf. sér um verkið

20.8.2010

Skrifað var í dag 20. ágúst undir samning við Ingileif Jónsson ehf. um framkvæmdir við áfanga við breikkun Suðurlandsvegar, Hringvegur (1), Fossvellir - Draugahlíðar. Áfanginn sem um ræðir er frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni. Undirbúningur þess að hefja framkvæmdir er þegar farinn í gang og má búast við að þess sjái stað á verkstað eftir 2-3 vikur.

Tafist hefur að framkæmdir hefjist vegna kærumála en töfin mun hafa óveruleg áhrif á verklok. En reiknað er með að framkvæmdum við þennan kafla verði að mestu lokið haustið 2011.

 

Sjá frekar um útboðið. Sjá kynningu á verkinu.

 

 

 

Guðrún Þórðardóttir og Jónas Snæbjörnsson vottuðu undirskrfit vegamálastjóra og Ingileifs Jónssonar:

Frá undirskriftinni

 

 

Það þarf að skrifa undir mikið af pappír og Einar M. Magnússon aðstoðaði við verkið:

Frá undirskriftinni