Fréttir
  • Umferðin á Kjalveg

Sama umferð og undanfarin ár um Kjalveg

Mest var umferðin í fyrra en náði ekki metinu frá 2004

6.8.2010

Vegagerðin hefur tekið saman meðfylgjandi er graf sýnir umferð yfir 61 daga tímabil þ.e.a.s. frá júníbyrjun til júlíloka, frá árinu 2000 - 2010 á Kjalvegi við Blöndulón. Þar kemur fram að umferðin um hálendið óx mjög hratt frá árinu 2000 til ársins 2004, eftir það tók umferðin dýfu niður á við og varð litlu minni en árið 2003 og hefur haldið sér þar með einni skoti árið 2009. Umferðin um hálendið 2009 náði þó ekki að fara yfir met árið 2004. Nú í ár stefnir í að sama umferð verði og árið 2005, sem aftur er litlu minni en árið 2003.

 

 

tafla

 

Taflan sýnir meðalumferð um teljara við Blöndulón: Af henni má lesa að meðalumferð samtals fyrir júní og júlí hefur vaxið frá 69 bílum/dag frá árinu 2000 í 83 bíla/dag nú í ár. Meðalumferð eingöngu í júlí er nokkru hærri eða frá 108 bílar/dag fyrir árið 2000 í 119 bíla/dag fyrir árið 2010. Þessi vöxtur á 10 ára tímabili verður að teljast óverulegur bæði í bílum talið og hlutfallslega.

 

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1809