Fréttir
  • Helgarumferðin 9. - 11. júlí

Jafnari en minni umferð um helgar

samkvæmt 6 talningarstöðum á hringvegi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins

12.7.2010

Mun minni umferð var um Hringveginn í nágrenni Reykjavíkur um helgina en var sömu helgi í fyrra, eða 7,2 prósentum minni umferð. Samdráttur er á nær öllum talningarstöðunum sex.

Athygli vekur að umferðin síðustu þrjár helgar hefur verið mjög svipuð en árin tvö þar á undan var umferðin miklu sveiflukenndari milli helga.

Eins og meðfylgjandi talnaefni sýnir var mjög mikill samdráttur á öllum mælipunktum, ef frá er talin veruleg aukning um Hafnarmela, miðað við sömu helgi fyrir ári.

Samanlögð umferð allra mælipunkta var aftur á mótið svipuð, sé hún borin saman við síðustu tvær helgarnar á undan.

Það sem af er sumri vekur athygli hversu litlar sveiflur eru milli helga, sé horft til sömu helga árin 2008 og 2009. Það mætti segja að nánast sama umferð upp á bíl sé um síðustu helgi og helgina þar á undan. Veðrið virðist ekki skipta hér öllu máli samanber síðustu helgi.

Eins og sést á meðfylgjandi stöplariti og samkvæmt athugun Vegagerðarinnar á helgarumferð í júní, er síðasta helgin í júní enn stærsta umferðarhelgin það sem af er sumri.

Nú þegar Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er lokið verður fróðlegt að sjá umferð um næstu helgi. Kemur þá í ljós hvort Íslendingar flykkist út á vegi landsins.

Athugið að tölurnar fyrir 2010 eru órýndar

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I Brynjarsson í síma 522-1809 eða í fib@vegagerdin.is