Fréttir
  • Dynjandisheiði

Mat á samfélagsáhrifum nýs vegar um Dynjandisheiði

Rannsókna og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Vegagerðina

2.7.2010

Markmið rannsóknarinnar samkvæmt verksamningi var að meta áhrif af tilkomu heilsársvegar yfir Dynjandisheiði á samfélag og byggð á því svæði sem rannsókn þessi tekur til. Kemur ekki á óvart að margvísleg samfélagsleg áhrif yrðu með tilkomu bættra samganga.

 

Gefin forsenda er að jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, svokölluð Dýrafjarðargöng séu samtímis til staðar. Þannig komast á heilsárs-samgöngur milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða.

 

Ein niðurstaðan er að "íbúafækkun í sveitarfélögum á áhrifasvæðinu hafi í flestum tilvikum verið umtalsverð og þess má m.a. sjá stað í aldurssamsetningu mannfjöldans þar sem ungt fólk er hlutfallslega fámennt í flestum sveitarfélögum. Samgöngur í samræmi við kröfur nútímans, þ.e. um Dýrafjarðargöng og nýjan veg í stað gamals um Dynjandisheiði munu bæta búsetuskilyrðin á sunnanverðum Vestfjörðum og rjúfa vetrareinangrun svæðisins og landshlutakjarnans á Ísafirði."

 

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér á vef Vegagerðarinnar