Fréttir
  • Markarfljót 19. apríl

Búið að opna veginn um Markarfljót fyrir almennri umferð

fólk beðið að fara varlega

19.4.2010

Vegna breyttra aðstæðna hefur verið ákveðið að opna veginn milli Markarfljóts og Skóga fyrir almenna umferð. Ítrekað er að skyggni er afar slæmt og mjög hvasst en veðrið er þó eitthvað að ganga niður. Fólk er því beðið um að fara varlega og vera alls ekki á ferð þarna að óþörfu.

Þótt búið sé að gera við veginn til bráðabrigða er nauðsynlegt að fara varlega og taka mið af því að umferðarhraði hefur verið tekinn niður, það er heldur ekki bundið slitlag á þeim köflum sem gert var við.

Næstu daga verður unnið við að koma mannvirkjunum í upprunalegt horf.

Þrennt verður unnið við, bæta þarf efni utan á veginn og lækka fláann í öryggisskyni, bæta þarf enn frekar grjótvörnina á leiðigarðinum, en unnið var við það verk í dag. Þá þarf að endurgera varnargarð sunnan vegarins og austan við bruna sem hvarf nánast alveg í flóðunum.

Þá vinnur Vegagerðin að því að mæla flóðför, þ.e.a.s. hversu hátt flóðið fór, uppá vegi, land og varanargarða, í framhaldi af því þarf að meta hvort hækka þurfi varnargarða.

Mæla þarf einnig hæð allra varnargarðanna.

Þá  verður einnig unnið meira grjót til að eiga reynist þörf til þess. Þetta er einungis hluti verkefna í kjölfar flóðann því einnig þarf að lagfæra endanlega bæði Þórsmerkurveg og Fljótshlíðarveg.

 

Markarfljót 19. apríl



Markarfljót 19. apríl

 

Markarfljót 19. apríl

 

Markarfljót 19. apríl

 

Markarfljót 19. apríl