Fréttir
  • Ánægja með Vegagerðina vetur 2010

Meiri jákvæðni gagnvart Vegagerðinni

Áberandi færri vilja auka hálkuvarnir en fleiri vilja bæta málun

22.3.2010

Þeir eru heldur fleiri sem eru jákvæðir í garð Vegagerðarinnar núna en í fyrrasumar, samkvæmt viðhorfskönnun sem Capacent Gallup vinnur fyrir Vegagerðina tvisvar á ári, vetur og sumar. Ríflega 61 prósent er jákvætt en þeim fækkar nokkuð sem eru neikvæðir.

Flestir vilja auka hálkuvarnir þótt þeim fækki verulega á milli vetrarkannana, fleiri vilja bæta málun á vegum. Þá fækkar þeim nokkuð sem segjast ánægðir með snjómoksturinn, það fjölgar þó ekki í hópi óánægðra heldur í þeim hópi sem svarar "hvorki né".

Könnun Capacent.

Hér má sjá nokkarar niðurstöður. Fyrst hvað það er sem fólk vill helst já bætt á þjóðvegunum, hér fækkar þeim sem vilja bæta hálkuvarnirnar sem verið hefur langfjölmennasti hópurinn. Hér getur verið að tíðarfarið spili inn í og fólki finnist minni þörf á að bæta hálkuvarnirnar einfaldlega vegna þess. 

Hvað má bæta þróun

 

 

Hér eru svo þau atriði sem fólk leggur áherslu á að bæta, auka hálkuvarnir í fyrsta sæti, síðan fjölga kantstikum og bæta málun á bundnu slitlagi.

Hvað má bæta atriði

 

 

Spurningar eru nokkrar og er ein þeirra um hvort fólki finnist hálkuvarnirnar fullnægjandi, hér gerist það sama og víðar í þessari könnun að það fjölgar í hópi þeirra sem svara "hvorki fullnægjandi né ófullnægjandi. en fækkar verulega í báðum hinum hópunum.

Hálkuvarnir þróun

 

 

 

Varðandi snjómoksturinn þá lækkar meðaltalið úr 6,9 í 6,2, en það helgast fyrst og fremst að því að það fjölgar í "hvorki né" hópnum á kostnað þeirra sem eru ánægðir með snjómoksturinn en það fækkar líka þótt minna sé í hópi ónægðra. Hér er líklegt að inn í spili nýjar snjómokstursreglur þar sem þjónustan er ekki jafnmikil og hún hefur verið undanfarin ár. Annaðhvort hefur umræðan um minni þjónustu áhrif eða að þjónustan hefur minnkað.

Snjómokstur þróun