Fréttir
  • Dettifossvegur nýjar tengingar

Dettifossvegur, nýjar tengingar að Hólmatungum og Vesturdal/Hljóðaklettum

23.2.2010

Þann 22. febrúar 2010 tilkynnti Vegagerðin fyrirhugaða breytingu á vegtengingum frá Dettifossvegi (862) að Hólmatungum og Vesturdal/Hljóðaklettum, Norðurþingi, til Skipulagsstofnunar samkvæmt 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. og lið 13.a í 2. viðauka laganna.

Lagt er til að lögð verði ný 2,6 km löng vegtenging að Hólmatungum og ný 1,4 km löng vegtenging að Langavatnshöfða ofan við Hljóðakletta og Vesturdal. Breytingarnar eru kynntar að frumkvæði þjóðgarðsyfirvalda á Norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Þær eru gerðar til að auðvelda aðgengi allra að þjóðgarðinum með því að útbúa bílastæði í grennd við góða útsýnisstaði við Hólmatungur og Hljóðakletta/Vesturdal og til að draga úr bílaumferð í Vesturdal.

Könnun á matsskyldu - texti
Könnun á matsskyldu - teikningar
Gróðurkortsskýringar