Fréttir
  • Veglýsing utan þéttbýlis

Leiðbeiningar um veglýsingu utan þéttbýlis

20.1.2010

Vegagerðin hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um veglýsingu utan þéttbýlis. Leiðbeiningarnar voru unnar af VSB verkfræðistofu í samvinnu við Vegagerðina.

Samræmd stefna um veglýsingu er til þess fallin að auka einsleitni og að þegar lýst er sé það gert á fullnægjandi hátt bæði hvað varðar lýsingargæði og umferðaröryggi. Útgáfa leiðbeininganna á að auðvelda ákvörðun um uppsetningu lýsingar við þjóðvegi utan þéttbýlis og að leiðbeina um gæðaviðmið og tæknilegar lausnir.

Leiðbeiningarnar er að finna undir Leiðbeiningar og staðlar