Fréttir
  • Vegur og hálka

Vetrarakstur - hálka

ýmislegt um hvernig hálka myndast og hvenær megi búast við hálku

8.12.2009

Nýjar reglur um vetrarþjónustuna taka gildi nú um áramótin og hægt er að kynna sér þær með því að smella á hnappinn á forsíðunni um Vetrarþjónustuna 2010 eða hér.

Þrátt fyrir snjómokstur og hálkuvarnir geta vegfarendur búist við því að lenda í hálku sem getur verið mjög lúmsk. Það er því gott ráð að kynna sér við hvaða aðstæður megi búast við hálku og hvernig og afhverju hún myndast.

Hálkuvarnir samkvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar eru fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir hálku en einnig aðgerðir eftir að hálka hefur myndast. Margt um hálku má kynna sér hér, þ.e.a.s. hvernig hálka myndast, hvernig Vegagerðin skilgreinir hálku o.s.frv.