Fréttir
  • Mánaðarumferð graf

Umferðin í ár svipuð og 2007

Aukin umferð í sumar, dregur úr umferð í haust

9.11.2009

Akstur á 16 völdum talningarstöðum á Hringvegi í október 2009 er örlítið meiri en í október í fyrra. Fyrstu tíu mánuði ársins hefur umferð aukist um 2,3 prósent miðað við sama tímabil 2008. Umferðin er þó nánast sú sama og 2007.

Umferðin jókst töluvert mikið í sumar en haustumferðin dregst saman ef eitthvað er.

Sjá nánar hér.

Af samantektartöflunni má sjá að milli októbermánaða eykst aksturinn mest á Norðurlandi en mest á Austurlandi frá áramótum.

Samanburður á umferð í október

 

Enn og aftur er Höfuðborgarsvæðið eina landssvæðið þar sem akstur hefur dregist saman frá áramótum en Vesturland stendur nánast í stað.

Í heild hefur akstur aukist um 0,2 á milli okt. mánaða en 2,3% frá áramótum.. Á sama tíma í fyrra dróst aksturinn saman um -2,2% frá áramótum sem þýðir að miðað við stöðuna núna þá hefur samdráttur milli áranna 2007 og 2008 gengið til baka og 0,1% betur.

En ekki má mikið út af bregða til að 2 árið í röð verði um samdrátt að ræða sem yrði þá í fyrsta sinn í sögu þessara mælinga að samdráttur mælist tvö ár í röð.

Rétt er að minna á að eftir er að rýna tölurnar þannig að einhverjar breytingar gætu átt sér stað.

Frekari upplýsingar veitir Friðleifur I. Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1000.