Fréttir
  • Ólafsfjarðarvegur sunnan dalvíkur

Umferðarkönnun 29. og 31. október

á Ólafsfjarðarvegi og Siglufjarðarvegi

29.10.2009

Háskólinn á Akureyri, í samvinnu við Vegagerðina, mun standa fyrir umferðarkönnun á Ólafsfjarðarvegi, milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og á Siglufjarðarvegi við Ketilás, fimmtudaginn 29. október og laugardaginn 31. október n.k. Könnunin stendur yfir frá kl. 08:00 – 23:00 báða dagana.

Tilgangur með könnuninni er að kanna umferðarmynstur á utanverðum Tröllaskaga og öðlast þekkingu á ferðavenjum einstaklinga á svæðinu. Einnig fást upplýsingar um umferð á milli einstakra staða og landsvæða, sem síðar gætu nýst við almenna áætlanagerð. Um er að ræða hluta af rannsóknarverkefni um áhrif Héðinsfjarðarganga á samfélag og byggð.

Framkvæmd umferðarkönnunarinnar verður með þeim hætti að allar bifreiðir, sem koma að könnunarstað, verða stöðvaðar og bílstjórar spurðir nokkurra spurninga.

Vonast er til að vegfarendur, sem leið eiga um könnunarstaðina, taki starfsmönnum Háskólans vel og jafnframt er beðist velvirðingar á töfum sem kunna að hljótast af þessum sökum.