Fréttir
  • Undirgöng við Grundarhverfi

Undirgöng við Grundarhverfi

Kynning framkvæmda

22.10.2009

Vegagerðin og Reykjavíkurborg hefja bráðlega byggingu undirganga fyrir gangandi vegfarendur, undir Vesturlandsveg, við Klébergsskóla. Markmiðið með framkvæmdinni er að gera trygga gönguleið undir Vesturlandsveg og er þá sérstaklega verið að hugsa til skólabarna í Klébergsskóla. Verktaki er Loftorka Reykjavík ehf. og Vegagerðin hefur umsjón og eftirlit með verkinu fyrir hönd verkkaupa.

Verkið felst í að koma fyrir undirgöngum úr stáli undir Vesturlandsveg. Áður en hægt er að rjúfa Vesturlandveg þarf verktaki að færa til lagnir og byggja bráðabirgðaveg sem umferð á Vesturlandsvegi fer um á meðan á framkvæmdum stendur.

Einnig er innifalið í verkinu að gera göngustíg frá undirgöngunum að Klébergsskóla og uppsetning á lýsingu við göngustíg og í undirgöngum. Þegar undirgöngin eru tilbúin verður umferð hleypt aftur á Vesturlandsveg, bráðabirgðavegurinn verður síðan fjarlægður og gengið frá vinnusvæðinu.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í lok október og áætlað er að umferð verði komin á Vesturlandsveg fyrir jólin 2009. Öllum frágangi skal vera lokið fyrir 01. maí 2010.