Fréttir
  • Graf, umferðin 2005 - 2009

Umferðin eykst 2009 eftir minnkun 2008

sé tekið mið af 16 völdum talningarstöðum á hringvegi

21.9.2009

Vegagerðin hefur undanfaið birt mánaðalega tölur um umferð á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum. Árið 2008 bar svo við að umferð minnkaði í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Framan af árinu 2009 var umferðin svipuð eða minni en 2007 en meiri en 2008 þar til í sumar að umferðin jókst til muna.

Nú er umferðin fyrstu átta mánuði ársins nokkuð meiri en í fyrra og einnig meiri en árið 2007 sem var met ár. Mest hefur aukningin orðið sumarmánuðina líkt og menn höfðu reyndar gert ráð fyrir.

Hér má sjá þróunina í ár og einnig er hún borin saman við umferðina árin 2005 - 2008. fróðlegt verður að sjá hvort að vetrarumferðin seinnihluta ársins verði í líkingu við sumarumferðina eða taki mið af umferðinni fyrstu mánuði ársins. Á línuriti um uppsafnaðan akstur á þessum 16 völdu talningarstöðum sést að umferðin í ár er orðin aðeins meiri en á sama tíma árið 2007.