Fréttir
  • Flutningabíll á þjóðvegi við Kjalarnes

Ánægja með vegakerfið eykst hjá flutningsaðilum

verktakar svipað ánægðir með Vegagerðina og áður

15.9.2009

Ánægja flutningaaðila með vegakerfið eykst merkjanlega samkvæmt nýrri viðhorfskönnun sem gerð var fyrir Vegagerðina. Verktakar eru svipað ánægðir með Vegagerðina og samskipti sín við starfsmenn Vegagerðarinnar og þeir hafa verið undanfarin ár samkvæmt sömu könnun.

Könnun þessi er unnin af Lausnum fyrir Vegagerðina árlega en flutningsaðilar og verktakar eru spurðir mismunandi spurninga.

Að þessu sinni eru fleiri mjög ánægðir með vegakerfið á Íslandi og einnig þeir sem eru ánægðir. Þeim fækkar hinsvegar sem segjast hvorki ánægðir né óánægðir og þeim óánægðu fjölgar heldur líka.

Spurning 1 flutningsaðilar

 

 

 

Vegagerðin hefur að undanförnu gert mikið í því að bæta vinnustaðamerkingar og merkingar almennt og því er ánægjulegt að töluvert fleiri segjast nú ánægðir með reynslu sína af merkingum á vegum en í fyrra, þeim fækkar líka sem segja hvorki né og enginn telur merkingar mjög slæmar.

Spurning 3 flutningsaðilar

 

 

Þá fækkar þeim mjög mikið sem hafa þurft að kvarta yfir þjónustu eða samskiptum við Vegagerðina eða úr 79 prósentum í 38 prósent.

 

 

Reynsla verktaka af Vegagerðinni 2009 er svipuð og í fyrra en þó segjast heldur fleiri nú en í fyrra telja að frammistöðu Vegagerðarinnar sem verkkaupa vera öðrum verkkaupum fremri, eða 52 prósent.

Spurning 4 verktakar