Fréttir
  • Umferðin fyrstu fjóra mánuði hvers árs

Umferð svipuð fyrstu mánuði ársins og tvö síðustu ár

dregur úr aukningu umferðar

6.5.2009

Umferðin í apríl 2009 er heldur meiri en hún var í apríl í fyrra en nánast sú sama og hún var í apríl 2007. Umferðin á 16 völdum stöðum á Hringveginum reyndist ríflega 6 prósentum meiri í apríl í ár. Hinsvegar er aukning fyrstu fjóra mánuðina aðeins 0,7 prósent og er umferðin í ár nánast alveg sú sama og hún var 2007.

Einn talningarstaðurinn af þessum 16 reynist bilaður og því voru tölur fyrir marsmánuð rangar en þær sýndu nokkuð minnið umferð en í fyrra. Í reynd var umferðin minni en í fyrra en sú sama og hún var í mars árið 2007.

Sjá þróun umferðar (pdf)

Þegar búið er að leiðrétta fyrir bilaða teljarann eru helstu niðurstöður þessar fyrir apríl mánuð:

Aukning milli áranna 2008 og 2009, fyrir apríl mánuð eingöngu er:

Suðurland                             8,5%

Höfuðborgarsvæðið               -2,3%

Vesturland                            9,2%

Norðurland                           13,1%

Austurland                           22,9%

Heildaraukning                       6,1%

 

Þegar bornir eru saman mars og apríl mánuðir, skal það haft í huga að páskar voru í mars 2008 en í apríl 2009.

 

Svona lítur dæmið út fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra:

 

Suðurland                             4,0%

Höfuðborgarsvæðið               -1,6%

Vesturland                           -0,2%

Norðurland                           -1,1%

Austurland                            0,4%

Heildaraukning                       0,7%

 

Frekari upplýsingar veitir Friðleifur I. Brynjarsson í fib@vegagerdin.iseða í síma 522-1817

 

GrafApril2009