Fréttir
  • Gamli Gjábakkavegurinn

Dómur um Lyngdalsheiðarveg fellur Vegagerðinni í hag

dómur féll í Héraðsdómi á föstudag 5. desember

5.12.2008

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Vegagerðina af kröfu Péturs M. Jónassonar um að úrskurður umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar (Lyngdalsheiðarvegar) yrði ógiltur. Einnig sýknaði Héraðsdómur vegna kröfu til vara um að úrskurðinn yrði ógiltur hvað varðaði leið 7.


Sjá allan dóminn

Úr niðurstöðum dómsins:

Með vísan til þessa verður ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda að úrskurðinn beri að fella úr gildi vegna þess að ekki hafi verið farið eftir þeim lögum sem gilt hafi um málsmeðferðina um mat á umhverfisáhrifum.   

Með vísan til þessa verður ekki fallist á að skipulagsstjóri hafi af þessum sökum verið vanhæfur við meðferð málsins, eins og haldið er fram af hálfu stefnanda.  

Að þessu virtu verður ekki fallist á að brotnar hafi verið reglur stjórnsýslulaga um rétt stefnanda til að kynna sér umrædd gögn eða að hann hafi ekki notið andmælaréttar við meðferð málsins.

Með vísan til þessa er þeirri málsástæðu stefnanda hafnað að rannsóknarregla 10. gr. stjórnsýslulaga hafi verið brotin af hálfu ráðherrans við meðferð kærumáls stefnanda.     

Að þessu virtu verður ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda að það hafi verið óheimilt enda þykja engin rök standa til þess.

Samkvæmt öllu framangreindu ber að sýkna stefnda af aðalkröfu stefnanda um að úrskurður umhverfisráðherra verði felldur úr gildi.