Fréttir
  • Frá opnun mislægu gatnamótanna

Ný mislæg gatnamót Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar opnuð

Fyrstu mislægu gatnamótin sem eru hringtorg

1.12.2008

Laugardaginn 29.nóvember voru opnuð ný mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar. Verktakar eru Suðurverk hf. og Skrauta ehf. Byrjað var á verkinu í febrúar 2008 og gatnamótin eru opnuð fyrir umferð u.þ.b. 6 mánuðum á undan áætlun. Ýmiskonar frágangsvinnu á þó eftir að vinna og eru endanleg verklok í júlí 2009.

Nokkur atriði varðandi verkframkvæmdina Reykjanesbraut, gatnamót við Arnarnesveg:

Verkið felst í gerð mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar með gerð hringtorgs yfir Reykjanesbraut. Einnig eru gerð undirgöng fyrir gangnadi umferð undir Arnarnesveg vestan gatnamóta ásamt tilheyrandi vegagerð, stígagerð og landmótun.

Tilboð í verið voru opnuð 18. desember 2007, verksamningur var undirritaður 25. janúar 2008 og verk hófst 6. febrúar 2008. Uppsteypar brúarmannvirkis hófst 4. apríl 2008. Verklok samkvæmt samningi eru 10. júlí 2009 en gert var samkomulag við Vegagerðina um að skila verkinu tilbúnu til umferðar mun fyrr og er opnun brúar og annarra umferðarmannvirkja langt á undan áætlun.

Aðalverktakar eru Suðurverk hf sem sér um jarðvinnu og Skrauta ehf sem sér um brúarsmíði.

Helstu magntölur verksins:

Í brú og öðrum steyptum mannvirkjum:
Mótafletir 8000 m2
Steypustyrktarstál 300.000 kg
Kaplar 55.000 kg
Steinsteypa 3.100 m3
Stálvirki 22.000 kg

Í jarðvinnu:
Fyllingar og burðarlög 150.000 m3
Regnvatnslagnir 3.000m
Tvöfalt malbik 15.000 m2
Kantsteinar 4.500 m

Helstu undirverktakar eru:
Steypustöðin Mest hf með steinsteypu í verkið,
Teknís ehf með stálvirki,
Höfði ehf og Loftorka Reykjavík með malbik,
Rafsetning ehf með rafmagn og
Véltækni ehf með steypu kantsteins

Verkefnisstjóri verktaka er Guðmundur Ólafsson, verkstjóri jarðvinnu er Erlingur Jónsson og yfirbrúarsmiður er Björn Sigurðsson.

Að framkvæmdinni stendur Vegagerðin í samvinnu við Kópavogsbæ og Garðabæ og var hönnun verksins unnin undir verkefnisstjórn Vegagerðarinnar.

Hönnuðir mannvirkis:
Úti og inni ehf. - arkitektastofa - útlit og frágangur mannvirkja Landslag ehf. - landslagsarkitektar - útlit og frágangur lands við mannvirki

VST verkfræðistofa - verkfræðistofa - hönnunarstýring, hönnun brúa og vega, teikningar

Eftirlit er á vegum Almennu verkfærðistofunnar hf Hjá Vegagerðinni var tengiliður Einar M. Magnússon

Aðalráðgjafi og hönnunarstjórn: Verkís hf

Umferðartækni og veghönnun: Verkís hf

Brúarhönnun: Verkís hf

Veglýsing: Verkís hf

Útlitshönnun brúarmannvirkja: Úti og inni sf, arkitektar

Landmótun: Landslag ehf

Yfirborðsmerkingar: Vinnustofan Þverá ehf

Arnarnes2

Arnarnes3

mislaeg