Fréttir
  • Nýr verktaki tekur við

Floti mokar snjó og saltar

Nýr verktaki tekur við snjómokstri á suðvestursvæði

24.11.2008

Nýr verktaki hefur tekið við snjómokstri og hálkuvörnum á Suðvestursvæði til næstu fimm ára. Vegagerðarmenn tóku á móti hópnum í síðustu viku og lögðu þeim línurnar.

GT verktakar buðu í og fengur snjómokstur, hálkuvörn og eftirlit á svæðinu sem telur umferðamestu vegi landsins. Verktakinn verður með 11 mokstursbíla og 2 eftirlitsbíla. Þeir hafa síðan fjárfest í 12 nýjum snjótönnum, 2 kastplógum og 10 saltkössum.

Verktakinn sinnir meðal annars Reykjanesbrautinni, Suðurlandsvegi að Litlu kaffistofunni, Vesturlandsvegi að Hvalfjarðargöngum og stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu, t.d. Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarvegi. Þetta eru umferðarmestu vegir vegakerfisins og í hæsta þjónustuflokki og því skiptir miklu máli að vel að verki sé staðið. Jóhann B. Skúlason hjá Suðuvestursvæði messaði því yfir verktakanum og hans mönnum og lagði þeim lífsreglurnar á fundinum í Hafnarfirði.

Jóhann B. Skúlason fer yfir vinnuaðferðir:
GT1

 

Allur hópurinn:

GT5

 

Nýju snjótennurnar:

GT2

 

Flotinn:

GT3

 

Söltunarbúnaðurinn:

GT4