Fréttir
  • Oryggisendi

Öryggisendar sem svínvirka

sífellt aukin áhersla á umferðaröryggi

24.10.2008

Um nokkurt skeið nú hafa verið settir upp öryggisendar á vegrið þar sem þau byrja í stað þess að leiða vegriðin á ská ofan í jörðina. Þetta er gert þar sem endarnir eru öruggari en þeir eru töluvert dýrari lausn.

Á myndum sem fylgja má sjá hvernig þessir öryggisendar virka en í fyrsta snjónum um daginn rak snjóruðningstæki tönnina í einn endann á Reykjanesbrautinni með þeim afleiðingum að endinn gekk saman. Hann virkaði nákvæmlega einsog hann á að gera enda slapp bílstjórinn við öll meiðsl nema á sálinni kannski en tönnin skemmdist lítillega.

Oryggis_endar_012

Oryggis_endar_017