Fréttir
  • Rafknúið hjól

Rafknúið hjól til sendiferða hjá Vegagerðinni

leysir af hólmi óhagstæðari bílferðir

14.10.2008

Eitt af rannsóknarverkefnum sem fengið hefur styrk hjá Vegagerðinni er athugun á hagkvæmni rafknúinna hjóla til nota í styttri ferðir. Keypt hefur verið rafknúið hjól til að nota í athugunina.

Hjólið verður til láns á "bílaleigu" Vegagerðarinnar sem er fyrir starfsmenn hennar og er gert ráð fyrir að nota það í til dæmis sendiferðir, ferðir á fundi og jafnframt er gert ráð fyrir að hjólið verði lánað starfsmönnum til styttri einkaerinda sem þeir annars hefðu farið á eigin bíl. Fylgst verður með notkun hjólsins og hún tekin saman eftir eitt ár.

Tilgangur verkfnisins er að kanna hvort hægt sé að draga úr notkun bíla í styttri ferðir Vegagerðarmanna, ef boðið er upp á þann valkost að fara á rafknúnu hjóli í staðinn. Það er jafnframt markmið verkefnisins að reyna að draga úr slíkri notkun bíla.

Hjólið var keypt og tekið í notkun í október 2008. Það verður í umsjón "bílaleigu" Vegagerðarinnar. Ekki verður tekið gjald fyrir notkunina, eins og þegar bílar eru teknir til slíkra ferða. Hins vegar er gert ráð fyrir því að notkunin sé skráð og þannig fylgst með henni, bæði hvað varðar lengd og fjölda ferða.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að fá hjólið til notkunar til einkaerinda, í stað þess að menn aki á eigin bílum.

Árangur verkefnisins felst í minni bílanotkun Vegagerðarinnar til ferða, sem eru óhagkvæmar bæði hvað varðar rekstur bíla sem og mengunar sem bílaumferð veldur.

Hjol3

 

hjol4