Fréttir
  • Vatnsveðrið var gífurlegt með miklum vexti í ám

Nóg að gera hjá vegagerðarmönnum

vegir fóru víða illa í vatnsveðrinu 17. september

18.9.2008

Vegagerðarmenn höfðu í mörgu að snúast eftir vatnsveðrið sem gekk yfir landið aðfararnótt 17. september. Sýnu verst var ástandið á Vestfjörðum þar sem vegir lokuðust víða.

Enn er unnið að viðgerð á mörgum stöðum en hér neðar á vef Vegagerðarinnar má fylgjast með þróun mála, þar sem færðinni er lýst. Einnig geta ferðalangar hringt í 1777.

Fleiri myndir af sunnanverðum Vestfjörðum fylgja þessari frétt. En skemmdir urðu á veginum upp á Kleifarheiði, á Örlygshafnarvegi út að Látrabjargi, í Arnarfirði víða, við Foss, Trostansfjörð og við Dynjandisá.

Neðst er svo mynd af aurskriðu sem féll úr Þverfelli og lokaði Uxahryggjarvegi.

 

Nota113

Nota117

Nota122

Nota124

Nota126

Nota128

Nota131

Nota132

Nota133

Nota135

Þá féll aurskriða úr Þverfelli sem lokaði Uxahryggjavegi:

 

Thverfell001