Fréttir
  • Annað hraðaskiltið við Grundarhverfi

Ekið allt of hratt

hraðaskilti sett upp við Kjalarnes

9.9.2008

Vegagerðin hefur sett upp hraðaskilti á Vesturlandsvegi, við Grundarhverfi þar sem er 70 km hámarkshraði. Uppsetning skilta sem þessara hefur orðið til þess að draga úr ökuhraða en það vakti óþægilega athygli vegagerðarmanna við uppsetninguna á skiltunum hversu margir óku hratt framhjá þeim, sá sem fór hraðast var á 110 km hraða samkvæmt radarmæli hraðaskiltisins.

Það verður aldrei of brýnt að aka varlega og á löglegum hraða.

Skiltin voru sett upp á Vesturlandsvegi beggja vegna við Grundarhverfi. Á þeim er hægt að sjá hve hratt bifreiðar aka eftir að komið er inn á kafla þar sem er 70 km. hámarkshraði, einnig blikka gul ljós ef bifreiðar eru yfir leyfðum hraða. Skiltin eru búin búnaði til að lesa af fjölda bíla og hraða þeirra einnig

Vegagerðarmönnunum sem unnu að uppsetningunni í síðustu viku var nokkuð brugðið:  "Við vorum að vinna á merktu vinnusvæði þar er 70 km hámarkshraði og menn og tæki í vegkantinnum, þegar annað skiltið var gangsett, sáum við bifreiðar koma inn í radargeislan á allt að 110 km klst. Við vissum að hraðinn væri nokkuð mikill en þetta verður að teljast vítavert gáleysi," sögðu þeir.