Fréttir
  • Sporvagn í Stuttgart

Stefnumótun í samgöngum: Almenningssamgöngur

Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin -Samgönguráðuneytið

5.2.2008

Samgönguráð efnir til fimmta fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum.

Fundarefnið að þessu sinni er: Almenningssamgöngur

Sporvagnakerfið í Stuttgart – tekist á við áskoranir 21. aldarinnar – Manfred Bonz fv. yfirmaður almenningsvagna í Stuttgart í Þýskalandi

Samþætt svæðis- og samgönguskipulag með almenningssamgöngur sem burðarás – Gunnar Eiterjord yfirmaður samgöngumála hjá Rogalandsfylki í Noregi

Drög að skýrslu um almenningssamgöngur sveitarfélaga – Páll Brynjarsson, formaður nefndar um þetta efni skipaðri af samgönguráðherra

Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri er Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2008 kl. 15:00 – 17 á Grand Hótel Reykjavík.

Aðgangur er ókeypis og öllum er heimill aðgangur.

Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 7. febrúar 2008.


Stofnanir samgönguráðs