Fréttir
  • Rannsóknarráðstefna 2007

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2007 auglýst

Verður haldin föstudaginn 2. nóvember 2007 á Hótel Nordica

1.10.2007

Þróunarsvið Vegagerðarinnar stendur fyrir árlegri rannsóknaráðstefnu sinni föstudaginn 2. nóvember 2007 á Hótel Nordica.

Þetta er í sjötta sinn sem rannsóknaráðstefnan er haldin. Kveðið var á í vegalögum að 1% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs.

Skráning á ráðstefnuna fer fram hér

Ath. Skráningu lýkur 30. október !

Dagskrá:

08:00-09:00 Skráning
09:00-09:15 Setning (Þórir Ingason, Vegagerðin)

Mannvirki

09:15-09:30 Hönnun hljóðvarna í þéttbýli: viðhorf til sjónrænnar upplifunar (Kristín Þorleifsdóttir, Hornsteinar arkitektar)
09:30-09:45 Steinsteypunefnd í 40 ár (Hákon Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Rb)
09:45-10:00 Grænt asfalt (Sigursteinn Hjartarson, Vegagerðin)
10:00-10:15 Kvörðun frostdýptarmæla út frá falllóðsmælingum á vegum (Skúli Þórðarson, Vegsýn)
10:15-10:45 Kaffi
10:45-11:00 Skráning vettvangsupplýsinga í handtölvu (Haukur Garðarsson, Hafsjór)
11:00-11:10 Umræður og fyrirspurnir

Umferð

11:10-11:25 EuroRAP og umhverfi vega (Ólafur Kr. Guðmundsson, FÍB)
11:25-11:40 Útafakstur og bílveltur (Sævar Helgi Lárusson, Rannsóknanefnd umferðaslysa)
11:40-11:55 Óhappatíðni í beygjum og langhalla (Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun og Einar Pálsson, Vegagerðinni)
11:55-13:00 Matur
13:00-13:15 Ferilgreining, þungaálag og þungaskattur (Björn Ólafsson, Vegagerðin)
13:15-13:30 Vettvangsskráning (Ásbjörn Ólafsson, Vegagerðin)
13:30-13:45 Aldraðir í umferðinni (Dagbjört H. Kristinsdóttir, Slysavarnafélagið Landsbjörg)
13:45-13:55 Umræður og fyrirspurnir

Umhverfi og samfélag

13:55-14:10 Svifryksmengun í Reykjavík (Þorsteinn Jóhannsson, Umhverfisstofnun)
14:10-14:25 Tengsl umferðar við styrk svifryksmengunar (Þröstur Þorsteinsson, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands)
14:25-14:40 Landris og eldvirkni vegna rýrnunar Vatnajökuls: Áhrif á hönnun mannvirkja og vegakerfis (Freysteinn Sigmundsson, HÍ)
14:40-14:55 Volcanogenic hazards and resultant risks to road systems and infrastructure: preliminary assessments at Snæfellsjökull (Kate Smith, HÍ)
14:55-15:25 Kaffi
15:25-15:40 Könnun á hegðun Skaftárhlaupa með mælingum á hita og vatnsborði í Skaftárkötlum (Þorsteinn Þorsteinsson, Orkustofnun)
15:40-15:55 Katla: Könnun á kostnaði við landsamgöngur í kjölfarið á umbrotum (Árni Jónsson, Orion)
15:55-16:10 Leiðbeiningar Vg fyrir skipulagshöfunda (Smári Johnsen, VSÓ)
16:10-16:25 Ferðamennska við Laka (Anna Dóra Sæþórsdóttir, HÍ)
16:25-16:40 Áhættu- og áfallaþolsgreining vegakerfisins í Reykjavík (Böðvar Tómasson, Línuhönnun)
16:40-16:55 Mannvirki og loftslagsbreytingar (Þorsteinn I Sigfússon, Nýsköpunarmiðstöð Íslands)
16:55-17:05 Umræður og fyrirspurnir

17:05-

Ráðstefnuslit, léttar veitingar í boði Vegagerðarinnar