Fréttir
  • Íslenski básinn á PIARC

4000 vegagerðarmenn hittust á PIARC

-- vel tókst til með íslenska básinn á sýningunni

25.9.2007

Alþjóðavegasambandið PIARC varð til árið 1909 í kjölfar fyrstu alþjóða vegamálaráðstefnunnar sem haldin var í París árið 1908. Þar sem PIARC ráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti var í raun verið að halda upp á 100 ára afmælið á 23. ráðstefnunni sem haldin var í París 17. til 21. september sl. PIARC er ópólítískt samband og skilar ekki hagnaði en tilgangurinn er margþættur.

Tilgangurinn er meðal annars að skipuleggja alþjóðlegar samkomur þar sem rædd eru og skilgreind öll mál er snerta vegi og samgöngur. Að þekkja, þróa og dreifa upplýsingum um vegagerð eins og hún gerist best. Að fylgjast sérstaklega með þörfum þróunarlanda. Og að þróa og kynna öflug tól til að auðvelda ákvaðarnatöku innan vegagerða og samgöngufyrirtækja.

Til þess að ná þessum markmiðum er haldið úti fjölda tækninefnda sem vinna að margbreytilegum þáttun er snúa að samgöngum, stór ráðstefna er haldin á fjögurra ára fresti og einnig stór ráðstefna um vetrarþjónustu auk fjölda smærri ráðstefna og funda á vegum tækninefndanna.

Á hverju fjögurra ára tímabili eru lagðar meginlínur og samþykkt var í París að leggja áhersluna næstu fjögur ár á:

- rekstur og viðhald vegakerfa

- bætta þjónustu

- gæði vega