Fréttir
  • Roadex logo

Vegagerðin og Roadex efna til ráðstefnu um umferðarlitla vegi á norðurslóðum

18.9.2007

Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 21. september 9:00 – 16:00 á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík.

Aðgangur á ráðstefnunna er ókeypis en skráning er nauðsynleg. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á netföngin: da@vegagerdin.is eða has@vegagerdin.is

Roadex verkefnið fjallar um gerð, uppbyggingu og rekstur fáfarinna vega á norðurjaðarsvæðum Evrópu. Fjallað verður um eftirtalin efni, en skýrslur Roadex um þau hafa verði þýddar yfir á íslensku.

Efni ráðstefnunnar:

  • Hjólfaramyndun á fáförnum vegum – Varanleg formbreyting
  • Ný tækni við meðhöndlun á rakadrægu jarðefni
  • Hönnun og viðhald vega með skert burðarþol á þáatíma
  • Félagsfræðileg áhrif ástands fáfarinna vega
  • Vegir um mýrlendi
  • Afvötnun fáfarinna vega
  • Umhverfisleiðbeiningar og gátlisti um umhverfismál
  • Eftirlit og mælingar á fáförnum vegum

Sjá nánari dagskrá hér

Fyrirlestrar fara fram á ensku.