Fréttir
  • Merkingum áfátt og þær rangar

Vanda ber merkingar

skoða nú merkin sem þó eru sett upp

13.9.2007

Það er mikilvægt þegar unnið er á vegum landsins að fyllsta öryggis sé gætt. Þess vegna er mjög mikilvægt að merkja vinnusvæðið vel og merkja það tímanlega. Sérstaklega getur þetta verið mikilvægt á umferðarmiklum götum á höfuðborgarsvæðinu. Því miður er oft á þessu misbrestur.

Lögreglan stöðvaði í gær 12. september gröfumann á gröfunni sem sést hér á myndinni en hann var að vinna á Reykjanesbrautinni rétt norðan Vífislstaðavegar. Eins og sést á myndinni eru merkingar ekki miklar og ekki mikil aðvörun fyrir aðvífandi vegfarendur. Það sem kannski er verra er að örin á aksturssstefnumerkinu vísar umferðinni inn á vinnusvæðið ekki framhjá því.

Gröfustjórinn neitaði að verða við tilmælum lögreglunnar um að bæta merkingar og vísaði á verkstjóra sinn – segir í dagbók lögreglunnar. Honum var þá gert að hætta vinnu sem hann gerði. Lögreglan bendir á að umferð hafi verið mikil á þessum tíma.

Þetta þarf að bæta – og það er hægt.