Fréttir
  • Grímseyjarferjan

Ríkisendurskoðun um Grímseyjarferju

Greinargerð Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju

14.8.2007

Ríkisendurskoðun gerir margháttaðar athugasemdir við undirbúninginn, við fjölda aukaverka, síðbúnar kröfur um breytingar og endurbætur, um hæga framvindu verksins og skort á skipulagi og virkri stjórnun skipasmíðastöðvarinnar. Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun harðlega að greiddar hafi verið 400 milljónir til verksins þegar aðeins hafi verið veitt heimild í 6. gr. fjárlaga til að selja Grímseyjarferjuna Sæfara og ráðstafa andviðrinu til kaupa eða leigu á annarri hentugri ferju.

Samkomulag var gert milli fjármálaráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og Vegagerðarinnar um að kaupin og endurbæturnar yrðu fjármögnuð með ónýttum heimildum Vegagerðarinnar. Að mati Ríkisendurskoðunar stenst þetta á engan hátt ákvæði fjárreiðulaga og getur ekki talist góð stjórnsýsla.

Greinargerð Ríkisendurskoðunar