Fréttir
  • Malbik endar - nýtt skilti

Malbik endar -- ný skilti fyrir erlenda ferðamenn

Vegagerðin og Sjóvá höfðu samvinnu um gerð nýs skiltis

31.7.2007

Skiltin eru mjög áberandi og skiljanleg fyrir flesta ferðamenn og er þeim ætlað að minnka líkur á slysum við þessar aðstæður.

Í ljósi þess að mikið hefur borið á því undanfarið að erlendir ökumenn séu staðnir að umferðarlagabrotum og þá helst hraðakstri hér á landi hefur lögreglan á Hvolsvelli í samstarfi við Sjóvá látið útbúa prentefni fyrir erlenda ferðamenn þar sem fram koma upplýsingar um sektir og viðurlög. Bæklingunum verður dreift til allra bílaleiga en einnig munu Samtök ferðaþjónustunnar og lögregla annast dreifingu. Þessi bæklingur var einnig kynntur í morgun.

Á blaðamannafundi sem haldin var í forvarnarhúsi Sjóvá kynnti Kristján L. Möller samgönguráðherra hækkun sekta og strangari viðurlög við umferðarlagabrotum. Kristján opnaði síðan tengingu af heimasíðu Umferðarstofu þar sem sjá má töflu yfir viðurlög og sektarreiknivélar. Í þessum töflum og reiknivél má sjá hver viðurlögin eru og upphæð sekta við hraða- og ölvunarakstursbrotum er gefin upp. „Viðurlög við umferðarlagabrotum, sektir, punktakerfi, svipting ökuleyfis og að gera ökutæki manna upptæk eru alltaf ákveðið neyðarúrræði sem lögreglan getur beitt þegar akstur manna hefur farið úr böndum. Refsingin er lexía fyrir þá sem henni er beitt á og um leið viðvörun til þeirra sem hugsanlega eru á þeim buxunum að brjóta af sér” sagði Kristján Möller samgönguráðherra.

(Fengið að láni af vef Umferðarstofu)

Fram kom á fundinum mikilvægi þess að fjölmiðlar kynni breytt og harðari viðurlög fyrir ökumönnum svo hægt sé að draga úr líkum á því að þeir viðhafi áhættuhegðun í umferðinni.                                                                             

 

Vefur Umferðarstofu



Upplysingar_til_erlendra_ferdamanna