Fréttir
  • Jón afhjúpar

Eyvindarhvammur við Krýsuvíkurveg

Nýr áningarstaður

6.6.2007

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri opnaði formlega nýjan áningarstað við Eyvindarhvamm við Krýsuvíkurveg þann 1. júní síðastliðinn.

Vegagerðarfólk hefur á undanförnum árum unnið að uppgræðslu í hvamminum. Á umhverfisdegi Vegagerðarinnar þann 1. júní var plantað um 60 stæðilegum trjáplöntum í Eyvindarhvammi. Trén komu frá svæði þar sem koma mun hringtorg við gatnamót Hringvegar og Þingvallavegar í Mosfellsbæ.

Við þetta tækifæri var áningarstaðurinn opnaður en þar er hægt að leggja bílum og setjast niður og snæða nesti ef vill.

Áningarstöðum fjölgar sífellt en þeir eru mjög mismunandi að stærð og gerð. Skoða vefsíður um áningarstaði.

Í Eyvindarhvammi

Vinna í Eyvindarhvammi