Fréttir
  • Vegavinna í nálægð við þunga og hraða umferð getur verið stórhættuleg þeim sem við hana vinna.

Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér

Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar um öryggi starfsfólks við vegavinnu.

2.6.2022

Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu þriðjudaginn 7. júní 2022 klukkan 9:00 í húsakynnum Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Flutt verða nokkur áhugaverð erindi en fundinum lýkur með kynningu og undirritun samkomulags um vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér.

Vegaframkvæmdir eru órjúfanlegur hluti af sumrinu. Það er tíminn sem hentar best til að vinna að viðgerðum á vegum, og eftir harðan vetur er sannarlega ekki vanþörf á.

Vegavinna í nálægð við þunga og hraða umferð getur verið stórhættuleg þeim sem við hana vinna. Því eru vinnusvæði ávallt vel merkt og hraði tekinn niður með umferðarskiltum. Því miður hefur það ekki alltaf borið árangur og hraði í gegnum vinnusvæði er oft mikill sem eykur mjög hættu fyrir starfsfólk.

Vegagerðin, í samstarfi við Samgöngustofu, verktaka og fleiri aðila, efnir til vitundaátaksins: Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér. Hönnuð hafa verið áberandi og skemmtileg skilti sem afhjúpuð verða á morgunverðarfundinum, en þau verða notuð við framkvæmdasvæði á vegum landsins í sumar meðan átakið stendur yfir.

Dagskrá:

  • Þar skall hurð nærri hælum! – Grétar Einarsson, verkstjóri á þjónustustöð Vegagerðarinnar á Selfossi.
  • Hvernig á að merkja vinnusvæði? – Víkingur Guðmundsson sérfræðingur hjá Vegagerðinni.
  • Öryggi við vegavinnu, reynsla Colas á Íslandi – Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas Ísland hf.
  • Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér. – Pálmi Þór Sævarsson svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar og Linda Björk Árnadóttir öryggisstjóri Vegagerðarinnar.

 

Skráning á morgunverðarfundinn

Gestir eru velkomnir á fundinn en eru beðnir að skrá sig hér: https://forms.office.com/r/B8r6fJUmVk

Beint streymi frá fundinum

Fundinum verður streymt beint á þessari slóð: