Fréttir
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu eykst

nær ekki að verða jafnmikil og hún var árið 2019

7.6.2021

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maímánuði jókst um átta prósent frá maí í fyrra, sem nær þó ekki að vinna upp hvað umferðin dróst mikið saman þann mánuð fyrir ári. Í ár hefur umferðin á svæðinu aukist um 10 prósent og útlit fyrir að umferðin í ár aukist um 8,5 prósent. Þá yrði umferðin eigi að síður 2,5 prósentum minni en hún var árið 2019.


Milli mánaða 2020 og 2021
Umferðin í maí sl., í þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, reyndist 8% meiri en í sama mánuði fyrir ári síðan.  Mest jókst umferð í mælisniði á Hafnarfjarðarvegi eða um tæplega 12% en minnst á Vesturlandsvegi, ofan Ártúnsbrekku, eða um 6%.

Hafa ber í huga að umferðin dróst saman um 9,5%, í sama mánuði í fyrra, vegna Covid-faraldursins.

Það sem af er árinu 2021 mv árið 2020
Nú hefur umferðin aukist um tæp 10% miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Umferð eftir vikudögum
Á virkum dögum var mest ekið á miðvikudögum en minnst á mánudögum. Umferðin um helgar var þriðjungi minni en á virkum dögum.

Umferð jókst um 7,8% á virkum dögum en um 8,8% um helgar.

Horfum út árið 2021
Nú stefnir í að umferðin geti aukist um 8,5% á þessu árið miðað við síðasta ár. Gangi það eftir yrði umferðin samt sem áður um 2,5% minni en hún var árið 2019.