Fréttir
  • Skráning stendur yfir á Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar.

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar - skráning til kl. 20

Ráðstefnan er rafræn og þátttakendum að kostnaðarlausu

29.10.2020

Góð skráning er á árlega Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður á morgun, föstudaginn 30. október. Vegna Covid-19 faraldursins er ráðstefnan rafræn og öllum þátttakendum að kostnaðarlausu. Þó er nauðsynlegt að skrá sig til að fá hlekk á ráðstefnustreymið.

Ráðstefnan er sú 19. í röðinni en hún hefur skapað sér sérstöðu í ráðstefnuhaldi hér á landi. Fáar ráðstefnur bjóða upp á jafn fjölbreytileg umfjöllunarefni en þau falla undir fjóra flokka; mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Fyrirkomulag ráðstefnunnar í ár verður með nokkuð svipuðu sniði og undanfarin ár að undanskildu því að engir áhorfendur verða í sal, heldur verður fyrirlestrum streymt beint til þátttakenda.

Fyrirlesarar munu flytja erindi sín í Norðurljósum og verður passað vel upp á allar sóttvarnir. Gefinn verður kostur á fyrirspurnum eftir hverja fyrirlestraröð.

Dagskrá ráðstefnunnar

Skráning á ráðstefnuna - þátttaka ókeypis  Ath. skráning stendur til kl. 20 í dag, fimmtudag.