Fréttir
  • Gunnar Gunnarsson ræðir við Helga Hallgrímsson í húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni 7 í janúar 2014.  Mynd/VAI

Viðtal við Helga Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóra

Rætt við Helga um uppvöxt, skólagöngu og störf hans hjá Vegagerðinni.

20.10.2020

Helgi Hall­gríms­son, fv. vega­mála­stjóri, lést 8. októ­ber síðastliðinn, 87 ára að aldri.

Helgi var verk­fræðing­ur hjá Vega­gerðinni 1958-61, hjá ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Chr. Osten­feld & W. Jöns­son (nú Cowiconsult) í Kaup­manna­höfn 1961-1962 og hjá Vega­gerðinni frá 1962. Hann var um­dæm­is­verk­fræðing­ur á Aust­ur­landi til 1965, deild­ar­verk­fræðing­ur í brú­ar­deild 1965-1972, yf­ir­verk­fræðing­ur þar frá 1972, for­stjóri tækni­deild­ar 1976, aðstoðar­vega­mála­stjóri 1985 og vega­mála­stjóri frá 1992 til starfs­loka 2003.

Ítarlegt viðtal við Helga birtist í fréttabréfinu. „Vegagerðin innanhúss“ fyrir sex árum en það var tekið af samstarfsmanni Helga til margra ára, Gunnari Gunnarssyni, og skrifað upp af Viktori Arnari Ingólfssyni útgáfustjóra Vegagerðarinnar.

Viðtalið birtist í þremur tölublöðum 2014 og 2015 en hefur nú verið klippt saman í heildstætt viðtal þar sem Gunnar og Helgi ræða saman um uppvöxt og skólagöngu Helga og störf hans hjá Vegagerðinni.

Viðtalið má finna hér.