Fréttir
  • Drög að tillögu að matsáætlun

Fjarðarheiðargöng - Drög að tillögu að matsáætlun

Mat á umhverfisáhrifum vegna Fjarðarheiðarganga

23.6.2020

Vegagerðin auglýsir drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga vegna mats á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin hefur í för með sér breytingu á Seyðisfjarðarvegi (93) og Hringvegi (1) um Egilsstaði. Framkvæmdin er í sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og  Seyðisfjarðarkaupstað.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austurlandi og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með jarðgöngum undir Fjarðarheiði verða samgöngur áreiðanlegri og öruggari. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Héraðs og Seyðisfjarðar opnum allan ársins hring. Framkvæmdin mun styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu.

Markmið framkvæmdarinnar er að:  

·         Auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa svæðisins.
·         Tryggja greiðari samgöngur og bæta vegasamband.
·         Bæta sambúð vegar og umferðar við íbúa og umhverfi.

Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 13. júlí 2020. Athugasemdir skal  senda til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri, eða með tölvupósti til soley.jonasdottir@vegagerdin.is.

Sjá drögin að matsáætlun og frekari upplýsingar hér á heimasíðu Vegagerðarinnar