Fréttir
  • Vesturlandsvegur - skrifað undir við landeiganda
  • Vesturlandsvegur - skrifað undir við landeiganda

Land keypt undir breikkun Vesturlandsvegar

Fyrsti landeigandinn skrifar undir samning við Vegagerðina

3.3.2020

Unnið er hörðum höndum að undirbúningi breikkunar Vesturlandsvegar og var skrifað undir fyrsta samning um kaup Vegagerðarinnar á landi undir breikkuna á mánudag. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við breikkunina um Kjalarnes síðar á þessu ári þegar umhverfismati er lokið og framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.

Á næstu vikum mega landeigendur búast við að fulltrúar Vegagerðarinnar hafi samband við þá, í þeirri viðleitni að ná samningum um kaup á landi undir veginn og hliðarvegi þar sem það á við. 

Fyrst landeigenda til að undirrita samning við Vegagerðina var Rúna Hauksdóttir Hvannberg, sem er einn af landeigendum Móavíkur.


Á myndunum eru: Rúna Hauksdóttir Hvannberg, Anna Elín Jóhannsdóttir verkefnastjóri Vegagerðinni og Reynir Karlsson hjá AM PRAXIS.