Fréttir
  • Frummatsskýrsla Dynjandisheiði - Bíldudalsvegur

Dynjandisheiði, kynningarfundir 4. og 5. febrúar

Kynningarfundir  - mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla 

31.1.2020

Kynningarfundir um frummatsskýrslu fyrir Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg verða haldnir á Ísafirði 4. febrúar og á Bíldudal 5. febrúar. 

Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar. Um er að ræða samtals 70 km langa vegagerð.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu ekki nýtast að fullu fyrr en lagður hefur verið heilsársvegur um Dynjandisheiði með tengingu til Bíldudals.

Kynning á frummatsskýrslu: Frummatsskýrsla er til kynningar hjá Bókasafni Bílddælinga, Bókasafninu Ísafirði, Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni. Einnig er hún aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is og á vef Vegagerðarinnar: www.vegagerdin.is.

Kynningarfundir: Vegagerðin stendur fyrir eftirfarandi kynningarfundum um niðurstöður frummatsskýrslu og eru allir velkomnir:

  - Þriðjudaginn 4. febrúar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 17:00.

  - Miðvikudaginn 5. febrúar í Baldurshaga á Bíldudal kl. 17:00.

Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. febrúar 2020 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Samantekt úr frummatsskýrslunni