Fréttir
  • Þingvellir næturlokun

Þingvallavegur (36) - næturlokun

Lokað frá 21-08 á nóttunni í byrjun ágúst

1.8.2019

Nauðsynlegt reynist að loka hjáleið á Þingvöllum um Vallaveg og stærri hluta Þingvallavegar að kvöldi og nóttu til í nokkra daga frá og með 6. ágúst nk. Þá verður ekki hægt að komast Þingvallahringinn frá kl 21:00 til kl. 08:00.

Nú er farið að síga á seinni hluta framkvæmdanna við Þingvallaveg. Framkvæmdir hafa gengið vel og verkið er heldur á undan áætlun. Búast má við að nýr Þingvallavegur verði opnaður snemma í september 2019. 

Þó er eftir að endurgera u.þ.b. 500 m kafla sem er utan núverandi vinnusvæðis. Nauðsynlegt er að loka fyrir umferð um Þingvelli að næturlagi á meðan unnið er við þennan kafla. Til þess að valda sem minnstum truflunum á umferð verður unnið að næturlagi, milli kl. 21:00 og 08:00. Vegurinn verður opinn að degi til.  

Fyrsta lokun verður þriðjudaginn 06. ágúst kl. 21:00. Lokanir verða fjarlægðar kl. 08:00 daginn eftir og þetta síðan endurtekið þar til vinnu við kaflann er lokið. Búist er við að þessi vinna taki u.þ.b. viku. 

Vestanmegin verður Vallavegi lokað við Silfru (en hægt verður að komast að vatninu). Austanmegin verður Lyngdalsheiðarvegi lokað við Þingvallaveg. 

Vakin er athygli á að á meðan á þessu stendur er ekki er hægt að komast Þingvallahringinn að næturlagi. 

Myndin sýnir lokanirnar og framkvæmdasvæðið. 

Sjá mynd í pdf .