Fréttir
  • Stöplarit sem sýnir umferðina

Mikil umferð út frá Reykjavík alla Hvítasunnuhelgina

sérstaklega austur fyrir fjall

11.6.2019

Miklu meiri umferð var um nýliðna Hvítasunnuhelgi en um sömu helgi í fyrra á leiðum út úr Reykjavík. Sérstaklega er mikill munur á umferðinni austur yfir Hellisheiði og þá sérstaklega áberandi að á laugardeginum og sunnudeginum er nánast tvöfalt meiri umferð 2019 en 2018.

Mun meiri umferð varð um nýafstaðna Hvítasunnuhelgi, yfir Hellisheiði og um Hvalfjarðargöng, en um sömu helgi árið 2018. Teknir voru vikudagarnir fimmtudagur fyrir helgina og til mánudags annars í Hvítasunnu.  

Umferðin um Hellisheiði reyndist 47% meiri en umferðin um Hvalfjarðargöng var 27% meiri.

Athugið að Hvítasunnan árið 2018 var um miðjan maí og líklegt að þess vegna hafi verið minni umferð þá helgi þótt það skýri alls ekki allan þennan mikla mun.