Fréttir
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Mun minni aukning í umferðinni 2018

Umferðin jókst um 4,6 prósent

7.1.2019

Umferðin í desember sl. á Hringveginum jókst um 3,4 prósent. Umferðin árið 2018 jókst þá í heild um 4,6 prósent á Hringveginum en fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningu á milli ára, aukning var mun meiri árin 2016 og 2017. Sjá töfluna hér neðst í fréttinni.

Milli mánaða 2017 og 2018
Umferðin í nýliðnum desembermánuði jókst um 3,4 % miðað við sama mánuð árið 2017.  Þá er ljóst að umferðin jókst í öllum mánuðum ársins fyrir utan febrúar en þá varð 2,6 % samdráttur.  Mest jókst umferðin um Vesturland eða um 6,4 % en minnst varð aukningin um Norðurland eða um 1,3 %.  Mögulega hefur niðurfelling gjaldskyldu í Hvalfjarðargöngum orðið til þess að umferðin hafi aukist þetta mikið, á Vesturlandi, umfram aðra landshluta en næst mest jókst umferðin um Suðurland eða um 5,1 %.

Samanburðartafla







Frá áramótum milli áranna 2017 og 2018
Nú liggur það fyrir að umferðin á síðasta ári jókst um 4,6% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi miðað við árið 2017.  Mest jókst umferðin um Suðurland eða um 7,4 % en minnst um Norðurland eða um 2,5 %.  Þó að heildaraukning yfir árið sé talsverð þarf að fara aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningu á milli ára. 

Umferð eftir vikudögum
Umferðin jókst í öllum vikudögum og hlutfallslega mest á mánudögum eða 4,8% en minnst jókst umferðin á sunnudögum eða um 1,5%.  Mest var ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum.


 
Ár
Aukning
frá fyrra ári 
20184,6 %
2017 

10,0 % 

2016 

14,3 %

2015 

5,9 %

2014 

5,4 % 

2013 3,4 %