Fréttir
  • Kynning á meistaraverkefni um Hornafjarðarós
  • Clemens Klante meistarnemi
  • Kynning á meistaraverkefni um Hornafjarðarós
  • Kynning á meistaraverkefni um Hornafjarðarós, Sigurður Sigurðarson Vegagerðinni og Clemens Klante meistaranemi

Meistaraverkefni um Ósinn og Grynnslin

fenginn til að vinna að doktorsverkefni í framhaldinu

22.10.2018

Meistaraverkefni í verkfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð var nýlega kynnt fyrir siglingasviði Vegagerðarinnar en verkefnið fjallar um Hornafjarðarós og Grynnslin. Verkefnið var unnið af þýskum nemanda Clemens Klante sem stóð sig svo vel í náminu að hann var valinn til að vinna að doktorsverkefni við skólann. 

Meistaraverkefnið felst í uppsetningu strauma og öldulíkans af Ósnum og nánasta umhverfi hans. Verkefnið ber titilinn „Sediment transport and bathymetric change at Hornafjörður tidal inlet. Field data analysis and mathematic modeling“ sem þýða má sem: „Sandflutningar og breytingar á dýpi við Hornafjarðarós. Greining gagna og reiknilíkan.“
Í ritgerðinni er fjallað um sjávarbotninn við Hornafjarðarós þar sem grynningar og breytingar á sjávardýpt hafa leitt til vandamála bæði hjá fiskibátum og flutningaskipum. Stærsti hluti verkefnisins Clemens var uppsetning reiknilíkans til að herma eftir flóknu samspili sjávarfalla og öldu og afleiðinganna á sandflutning neðansjávar. Með því móti mætti herma hreyfingar og breytingar til að hjálpa verkfræðingum Vegagerðarinnar t.d. til að hanna mannvirki sem gætu bætt aðstæður við innsiglinguna inn Hornafjarðarósinn. 

Það er að sjálfsögðu mikilvægt að hafnir líkt og Höfn í Hornafirði séu öruggar og opnar til að tryggja flutninga til og frá og vegna sjávarútvegsins. Dýpið er lykilatriði en aðstæður eru þannig við Ósinn og Grynnslin fyrir utan að þar eru stöðugar breytingar og tilflutningur á sandi með ströndinni getur breytt dýpinu á skömmum tíma. Þess er líka mikilvægt, bendir Clemens Klante, á í verkefni sínu að geta séð fyrir hvernig sjávarbotninn hagar sér og þannig geta hjálpað til við að ákveða aðferðir og leiðir til að byggja strandvarnir, eða sandfangara, sem gætu tryggt nægilegt dýpi.