Fréttir
  • Nýju mislægu gatnamótin, Hersir Gíslason tók myndina

Ný mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar

verða tekin í notkun í dag föstudag 15. desember

15.12.2017

Nýframkvæmdin, gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, verður tekin í notkun föstudaginn 15. desember kl. 13:00 og mun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra formlega opna gatnamótin ásamt fulltrúum frá Hafnarfjarðarbæ og með aðstoð vegamálastjóra. Um Reykjanesbraut á þessum staða fara 15 þúsund bílar á dag og um 6 þúsund um Krýsuvíkurveg eða um 21 þúsund bílar daglega í allt.

Verktakar eru Loftorka Reykjavík ehf. og Suðurverk hf.
Byrjað var á verkinu í mars 2017. Ýmis konar frágangsvinnu á þó eftir að vinna og verður lokið við þá vinnu á vormánuðum 2018.

Verkið felst í gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar við Krýsuvíkurveg. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs meðfram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut í Hafnarfirði hluti verksins. Auk þess eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja og landmótun.

Tilboð í verkið voru opnuð 22. febrúar 2017. Verksamningur var undirritaður 21. mars 2017 og verk hófst. Uppsteypa brúarmannvirkis hófst 21. júlí 2017. Verklok samkvæmt samningi áttu að vera 1. nóvember 2017, en seinkaði af ýmsum ástæðum.
Heildarkostnaður er áætlaður um 1.100 m.kr.

Aðalverktakar eru Loftorka Reykjavík ehf., og Suðurverk hf.

Helstu undirverktakar eru:

·         Skrauta ehf., brúarsmíði

·         BM Vallá ehf. útvegaði  og framleiddi steinsteypu í verkið

·         Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas framleiddi malbik í verkið

·         Elektrus ehf., með rafmagn í veglýsingu

·         Véltækni ehf., með steypu kantsteins

Staðarstjóri verktaka er Andrés Sigurðsson, verkefnisstjóri verktaka er Sigurður A. Sigurðsson, verkstjórn Magnús Steingrímsson og yfirbrúarsmiður er Björn Sigurðsson.

Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja.

Hönnun  mannvirkis:

·         Efla verkfræðistofa hf. - - hönnunarstýring, hönnun brúa og vega, teikningar.

·         Studio Granda ehf. - útlit og frágangur steyptra mannvirkja.

·         Landslag ehf. - landslagsarkitektar - útlit og frágangur lands við mannvirki.

·         Eftirlit er á vegum VSÓ Ráðgjöf ehf.


Drónamyndina tók Hersir Gíslason, Vegagerðinni.