Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Hb-samanlogd-umferd-november
  • Umferðin eftir vikudögum

Umferðin eykst enn á höfuðborgarsvæðinu

stefnir í um átta prósenta aukningu í ár, sem er mikil aukning

5.12.2017

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 5,5 prósent í nóvember. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um átta prósent sem er mikil aukning á einu ári, eða sú næst mesta síðan þessar mælingar hófust árið 2005. Sama gildir um Hringveginn þar sem einnig stefnir í næst mestu aukninguna á þessum tíma og enn meiri aukningu. Sjá frétt um umferðina á Hringveginum í nóvember.

Milli mánaða 2016 og 2017
Umferðin yfir þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 5,5% í nýliðnum nóvember borið saman við sama mánuð á síðasta ári.

Mest jókst umferðin um Reykjanesbraut við Dalveg eða um 9,0%.

Frá áramótum milli áranna 2016 og 2017
Nú hefur umferðin aukist um 8,2%, frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Umferð eftir vikudögum
Í nýliðnum mánuði jókst umferðin mest á miðvikudögum eða um tæp 8%. Samdráttur varð í umferðinni á sunnudögum í nóvember 2017 miðað við sama mánuð árið 2016 eða sem nemur 2,7%.

Mest var ekið á föstudögum og minnst á sunnudögum.

Horfur út árið 2017
Gert er ráð fyrir að umferðin milli desember mánaða aukist um sama hlutfall og milli nóvember mánaða eða um 5,5%. Verði niðurstaðan þannig þá eykst umferðin í heild um 8% milli áranna 2016 og 2017, sem yrði næst mesta aukning frá upphafi samantektar en aðeins milli áranna 2006 og 2007 hefur mælst hlutfallslega meiri aukning en þá jókst umferðin um rétt rúm 9% á milli ára.

Talnaefni