Fréttir
  • Bílastæði Vegagerðarinnar við flakið á Sólheimasandi í júlí 2017
  • Bílastæði Vegagerðarinnar við flakið á Sólheimasandi í júlí 2017
  • Bílastæði Vegagerðarinnar við flakið á Sólheimasandi í júlí 2017
  • Bílastæði Vegagerðarinnar við flakið á Sólheimasandi í júlí 2017
  • Á Hringveginum við flakið á Sólheimasandi í september 2016
  • Á Hringveginum við flakið á Sólheimasandi í september 2016

Ekkert lát á vinsældum flugvélarflaksins á Sólheimasandi

útlendingar og aðrir ferðamenn flykkjast á sandinn

3.8.2017

Flugvélarflakið á Sólheimasandi nýtur gífurlegra vinsælda. Þegar vegagerðarmaður átti leið þar um í vikunni voru um 70-80 bílar á bílastæðinu sem Vegagerðin útbjó þar í fyrra. Það bílastæði leysti úr vanda sem var gríðarlegur á staðnum þar sem annars var lagt út um allt og á veginum og í vegarkanti auk þess sem hættulegt gat reynst að komast upp á veginn.

Það er drjúg ganga að flakinu eða um 3,5 km þannig að ferðamenn fá góða 7 km hreyfingu út úr athæfinu. Vegagerðin stikaði veg niður að flakinu þannig að auðvelt er að finna réttu og styðstu leiðina. Erfitt er að skýra út hinar miklu vinsældir flaksins en hér má lesa umfjöllun Morgunblaðsins frá því í fyrra um ástæður þess að flakið er á sandinum. Flaksins er getið í ferðabókum um Ísland en miklu breytti líklega þegar kanadíski söngvarinn Justin Bieber tók upp myndband á Íslandi og þar á meðal við flakið eða öllu heldur á hjólabretti ofan á flakinu. Þá tóku Bollywood parið Shah Rukh Khan og Kajol upp myndband við flakið dansandi ofan á því.

Á myndunum má sjá fullt bílaplanið og eldri myndir sem sýna að hluta vandann áður en bílastæðið var útbúið, en þá áttu menn einnig til að leggja í kantinum á þjóðveginum. Brýnt er þó að aka varlega þarna um enda mikil umferð bíla inná Hringveginn og útaf honum á þessum stað. Hraði hefur þessa vegna verið tekinn niður.