Fréttir
  • Vestfjarðavegur yfirlit veglínur

Matsskýrsla fyrir Vestfjarðaveg (60) milli Bjarkalundar og Skálaness

Skipulagsstofnun hefur 4 vikur til að gefa álit.

28.2.2017

Matsskýrsla vegna vegagerðar á sunnanverðum Vestfjörðum um Gufudalssveit hefur verið lögð fram. Um er að ræða kaflana á milli Bjarkalundar og Skálaness á Vestfjarðavegi (60). Skipulagsstofnun hefur fjórar vikur frá framlagningu skýrslunnar til að gefa álit sitt og mun gera það í síðasta lagi 27. mars næstkomandi. Að því loknu er það í hendi sveitarfélagsins að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni.

Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu fyrir Vestfjarðaveg milli Bjarkalundar og Skálaness, sem unnin er á grundvelli frummatsskýrslu. Framkvæmdin ber heitið Vestfjarðavegur (60), milli Bjarkalundar og Skálaness í Reykhólahreppi. 

Í skýrslunni er gerð grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum við frummatsskýrslu og tekin afstaða til þeirra. Þann 16. febrúar 2017 sendi Vegagerðin matsskýrslu til yfirlestrar Skipulagsstofnunar og hafa framlögð gögn verið yfirfarin. Skipulagsstofnun hefur móttekið matsskýrsluna í samræmi við 11. gr. laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.

Sjá matsskýrsluna, teikningar og fylgiskjöl hér.