Fréttir
  • Frá opnun tilboða 21. febrúar
  • Reyk-Krysuvik-kroppad-minni
  • Frá opnun tilboða 21. febrúar
  • Frá opnun tilboða 21. febrúar
  • Vegamótin tölvuteikning

Loftorka og Suðurverk með lægsta boð í mislæg vegamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg

verkinu á að vera lokið 1. nóvember í ár

21.2.2017

Sameiginlegt tilboð Loftorku Reykjavík ehf. og Suðurverks ehf. var lægst í byggingu mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar og Krýsuvíkurvegar. Þrjú önnur tilboð bárust. Loftorka og Suðurverk buðu 918 milljónir króna í verkið sem á að vera að fullu lokið 1. nóvember í ár.

Íslenskir aðalverktakar ehf. voru með næst lægsta tilboð upp á ríflega 979 milljónir króna, þá Ístak hf. með tæplega 997 milljónir króna og loks Munck Íslandi ehf. með 1.052 milljónir króna ríflega. Áætlaður verktakakostnaður var 817 milljónir króna. Þannig að lægsta tilboð var ríflega það.   

Í verkinu felst gerð mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar auk allra vega og stígagerðar sem nauðsynleg er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Til framkvæmdanna telst einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. 

Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs meðfram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.

Sjá nánar um verkið hér.

Sjá niðurstöður útboðs.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Vegamótin tölvuteikning













Efla gerði myndina.