Fréttir
  • Vetrarumferð á höfuðborgarsvæðinu
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Aukin umferð í febrúar á höfuðborgarsvæðinu

líkt og Hringvegi eykst umferðin í febrúar

7.3.2016

Á höfuðborgarsvæðinu jókst umferðin í febrúar um heil 7,3 prósent frá febrúarmánuði í fyrra, en þá reyndar dróst umferðin saman frá árinu áður. Eigi að síður er þetta mesta umferð um þessi mælisnið frá upphafi og er mikill vöxtur í umferðinni líkt og á Hringveginum.
Sjá frétt um umferðina á Hringveginum í febrúar.

Milli mánaða 2015 og 2016
Umferð, á höfuðborgarsvæðinu, jókst um 7,3% milli febrúarmánaða 2015 og 2016 sem er hlutfallslega mesta aukning frá upphafi mælinga.  Mest jókst umferðin um mælisnið ofan Ártúnsbrekku eða um 8,8%. Þess ber að geta að umferðin milli febrúarmánaða 2014 og 2015 dróst saman um 0,8%, það kann að skýra að einhverju leiti þessa miklu aukningu nú.  Það hafa hins vegar aldrei fleiri bílar ekið yfir mælisnið Vegagerðarinnar í febrúar, á höfuðborgarsvæðinu, eins og í nýliðnum mánuði. 

Frá áramótum 2015 og 2016
Nú þegar einungis tveir mánuðir eru liðnir af árinu 2016, hefur umferðin aukist um 6,1% frá áramótum.  Umferðin á sama tíma á síðasta ári sýndi minniháttar samdrátt, það veldur því að hlutfallslega aukning mælist meiri nú.   

Umferð eftir vikudögum
Umferðin, frá áramótum, hefur aukist á öllum vikudögum.  Hlutfallslega mest hefur umferðin aukist á sunnudögum eða um 12,8% en minnst hefur aukning orðið á föstudögum eða um 0,2%.

Horfur út árið 2016
Nú þegar aðeins eru liðnir tveir mánuðir, af árinu, eru mestar líkur á því að umferðin muni aukast um 4%, borið saman við síðasta ár.

Talnaefni